AÐALFUNDUR Vinstri-grænna í Mosfellsbæ var haldinn 29. nóvember sl. Ólafur Gunnarsson lét af formennsku en hann hefur verið formaður allt frá stofnun félagsins árið 2001.
AÐALFUNDUR Vinstri-grænna í Mosfellsbæ var haldinn 29. nóvember sl. Ólafur Gunnarsson lét af formennsku en hann hefur verið formaður allt frá stofnun félagsins árið 2001. Ný stjórn var kjörin á fundinum og í henni sitja: Bjarki Bjarnason formaður, Jóhanna B. Magnúsdóttir og Katrín Sif Oddgeirsdóttir. Vinstri-grænir í Mosfellsbæ munu bjóða fram undir eigin merkjum í næstu sveitarstjórnarkosningum, segir í tilkynningu.