SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti þingsins, gerir ekki ráð fyrir öðru en að þingmenn muni fara í jólafrí á föstudag, eins og gert er ráð fyrir í starfsáætlun þingsins.

SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti þingsins, gerir ekki ráð fyrir öðru en að þingmenn muni fara í jólafrí á föstudag, eins og gert er ráð fyrir í starfsáætlun þingsins. Stefnt er að því að afgreiða fjárlög næsta árs á miðvikudag, en þriðja umræða fer fram á Alþingi í dag.

"Það verður staðið við starfsáætlun um að Alþingi ljúki störfum nk. föstudag, hinn 9. desember," segir Sólveig. "Ég tel góðar líkur á því að það gangi eftir.

Alþingi kemur síðan saman að nýju 17. janúar, sem er heldur fyrr en vanalega," segir hún ennfremur, en sú breyting kemur til vegna sveitarstjórnarkosninganna næsta vor.

Þingið fer í sumarfrí 4. maí nk.