— Reuters
MENN óttast nú að fuglaflensa breiðist hratt út í suðaustanverðri Evrópu, hér brenna menn fuglahræ í Nekrasovka í Úkraínu.
MENN óttast nú að fuglaflensa breiðist hratt út í suðaustanverðri Evrópu, hér brenna menn fuglahræ í Nekrasovka í Úkraínu. Þar hefur verið lýst yfir neyðarástandi og byrjað er að slátra alifuglum eftir að tugir fugla á Krímskaga drápust, sennilega úr fuglaflensu. Víktor Jústsénkó forseti vill að yfirdýralæknir landsins verði rekinn. Tvö þorp í Rúmeníu voru sett í sóttkví í gær eftir að fuglaflensa fannst í sýnum úr dauðum alifuglum sem drápust í öðru þorpinu, Crisan. Var beðið eftir niðurstöðum rannsóknar en óttast að um væri að ræða afbrigði sem banað hefur fólki í Asíu.