ENGINN af þeim 11 nemendum Menntaskólans á Akureyri sem voru skráðir í samræmt stúdentspróf í stærðfræði mætti til prófs. Alls voru 54 skráðir í íslenskupróf, 9 mættu og þá voru 57 skráðir í ensku og mættu 11.
ENGINN af þeim 11 nemendum Menntaskólans á Akureyri sem voru skráðir í samræmt stúdentspróf í stærðfræði mætti til prófs. Alls voru 54 skráðir í íslenskupróf, 9 mættu og þá voru 57 skráðir í ensku og mættu 11. Edda Hermannsdóttir, formaður skólafélagsins Hugins, sagði að margir nemar hefðu ekki skráð sig í prófin og einn að um16% þeirra sem skráðu sig og mættu í prófin hafi ekki tekið þau heldur skilað auðu.

"Með þessum aðgerðum erum við að mótmæla þessum samræmdu prófum kröftuglega," sagði Edda. "Okkur þóttu það ekki næg mótmæli að skrá okkur í prófin og skila auðu. Það var að okkar mati ekki nógu róttækt."

Edda sagði að nemum þættu prófin ósanngjörn, nemum væri gert að taka prófin ofan á öll þau próf sem skólinn legði fyrir, þá væri með slíkum prófum verið að steypa skóla í sama mót, gera þá einsleita og ekki tekið tillit til sérstöðu þeirra. Þá væri öllum gert að taka sama prófið, en alls ekki væri hægt að bera saman kunnáttu nema á eðlisfræði- og málabrautum t.d. í stærðfræði.