Einar Kolbeinsson heyrði af músarhöfði sem fannst í hrásalati á dögunum og orti af því tilefni: Við allan fögnuð alveg laus, yrði að ráða úr vöndu, myndi ég sjá músarhaus, í minni salatblöndu.
Einar Kolbeinsson heyrði af músarhöfði sem fannst í hrásalati á dögunum og orti af því tilefni:

Við allan fögnuð alveg laus,

yrði að ráða úr vöndu,

myndi ég sjá músarhaus,

í minni salatblöndu.

Ekki lengur þarf hér þras,

þeir sem hafna nauðum,

aldrei borða innflutt gras,

aðeins kjöt... af sauðum.

Ekki verður upphefð séð,

eða snilld hjá kokknum,

hvar sumir átu salat með,

sjálfum músarskrokknum.

Talandi um spaug og spé,

sprengir allan skalann,

að ég fyrir augum sé,

enhvern éta halann.

Ekkert finn ég út úr því,

- öllu þessu máli,

er nokkur fjandans næring í,

nagdýrum og káli?

pebl@mbl.is