Prófkjör hjá Framsókn | Samþykkt var á aðalfundi fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akureyri að hafa prófkjör vegna vals á lista framsóknarmanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2006, en ekki hefur verið ákveðið nákvæmlega hvenær, að líkindum þó í...
Prófkjör hjá Framsókn | Samþykkt var á aðalfundi fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akureyri að hafa prófkjör vegna vals á lista framsóknarmanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2006, en ekki hefur verið ákveðið nákvæmlega hvenær, að líkindum þó í febrúar. Prófkjörið er opið öllum flokksbundnum framsóknarmönnum á Akureyri svo og öðrum Akureyringum sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn fram að lokun kjörfundar. Kosið verður um 6 efstu sætin á listanum.