HJÁ Vöku-Helgafelli er komin út Djöflatertan eftir Mörtu Maríu Jónasdóttur og Þóru Sigurðardóttur . Það er komið að skuldadögum! Hver sá sem hefur með háttsemi, orðbragði, athöfn eða látæði sært og svikið konu. Varið ykkur! Ykkar bíður grimmileg hefnd!
HJÁ Vöku-Helgafelli er komin út Djöflatertan eftir Mörtu Maríu Jónasdóttur og Þóru Sigurðardóttur .

Það er komið að skuldadögum!

Hver sá sem hefur með háttsemi, orðbragði, athöfn eða látæði sært og svikið konu. Varið ykkur!

Ykkar bíður grimmileg hefnd!

Í miðborg Reykjavíkur hafa verið stofnuð samtök kvenna sem láta einskis ófreistað að klekkja á svikurunum. Þessar konur hika ekki við að ganga lengra í hefndarskyni en gott getur talist.

Munið: Ekkert er hættulegra en kona í hefndarhug!

Hrikalega fyndin saga um Söru sem á tuttugasta og áttunda afmælisdeginum uppgötvar að draumaprinsinn er ekki allur þar sem hann er séður. En í stað þess að leggjast í eymd og volæði grípur hún til vopna. Og hún er með heilan her með sér...

Djöflatertan er fyrsta skáldsaga Mörtu Maríu og Þóru. Í fyrra skrifaði Marta María bókin 100% Nylon sem hlaut bókaverðlaun barnanna. Þóra hefur undanfarin ár verið annar af umsjónarmönnum Stundarinnar okkar. Þær eru jafnframt snillingar í djöflatertubakstri.

Bókin er 242 bls.

Verð: 4.490 kr.