Hljómsveitin Leaves hefur ekki spilað mikið á tónleikum að undanförnu en kemur fram í kvöld ásamt Lokbrá og Bob Justman.
Hljómsveitin Leaves hefur ekki spilað mikið á tónleikum að undanförnu en kemur fram í kvöld ásamt Lokbrá og Bob Justman.
HLJÓMSVEITIN Leaves heldur tónleika á skemmtistaðnum Gauki á stöng í kvöld og ætti að vera mikið tilhlökkunarefni fyrir aðdáendur sveitarinnar en meðlimir hennar hafa lítið gert af því að stíga á svið en þess í stað haldið sig við að semja ný lög að...

HLJÓMSVEITIN Leaves heldur tónleika á skemmtistaðnum Gauki á stöng í kvöld og ætti að vera mikið tilhlökkunarefni fyrir aðdáendur sveitarinnar en meðlimir hennar hafa lítið gert af því að stíga á svið en þess í stað haldið sig við að semja ný lög að undanförnu.

Á síðasta ári gaf sveitin út plötuna The Angela Test undir merkjum útgáfurisans Island Records og í kjölfarið spilaði Leaves um gjörvallar Bretlandseyjar og hituðu m.a. upp fyrir hljómsveitina Supergrass. Auk þess spilaði sveitin á tónlistarhátíðunum T in the park og V-festival. Árið 2002 hafði Leaves þá gefið út plötuna Breathe hjá dótturfyrirtæki Dreamworks.

Á haustmánuðum urðu breytingar á Leaves þegar gítarleikarinn Arnar Ólafsson hætti í hljómsveitinni og við það urðu áherslubreytingar á tónlist Leaves sem áhorfendur munu vafalaust heyra á Gauknum í kvöld, en þar mun hljómsveitin spila nokkur vel valin brot af nýju efni í bland við eldri lög af fyrri skífum.

Með þeim leika jafnframt hljómsveitin Lokbrá og Bob Justman og kostar aðeins 500 krónur inn.