VESTMANNAEYINGAR létu kulda og blástur ekki aftra sér frá því að fara niður á bryggju til að taka á móti Íslandsmeisturum ÍBV þegar liðið kom til Eyja með Herjólfi.
VESTMANNAEYINGAR létu kulda og blástur ekki aftra sér frá því að fara niður á bryggju til að taka á móti Íslandsmeisturum ÍBV þegar liðið kom til Eyja með Herjólfi. Ræðurnar voru þó í styttra lagi vegna veðursins að þessu sinni en heimamenn skutu upp flugeldum Íslandsmeisturunum til heiðurs. Það dró ekki úr gleðinni, að hljómsveitin The Foreign Monkeys, sem sigraði í Músíktilraunum í gærkvöldi, voru einnig meðal farþega í Herjólfi í kvöld. Piltarnir fengu einnig blómvendi og voru drifnir upp á vagn þar sem stúlkurnar í ÍBV, forsvarsmenn félagsins og bæjarfulltrúar dönsuðu við ÍBV-lög