Á Kynjadögum LHÍ er meðal annars reynt að svara spurningunni "Hver er Sylvía Nótt?"
Á Kynjadögum LHÍ er meðal annars reynt að svara spurningunni "Hver er Sylvía Nótt?" — Morgunblaðið/Eggert
Í LISTAHÁSKÓLA Íslands verða í vikunni haldnir svokallaðir Kynjadagar. Er dagskrá hátíðarinnar helguð kynjunum, kynjaímyndum og femínisma. "Alla hátíðardagana eru viðburðir í hádeginu, 2-3 í hvert sinn," segir Álfrún G.

Í LISTAHÁSKÓLA Íslands verða í vikunni haldnir svokallaðir Kynjadagar. Er dagskrá hátíðarinnar helguð kynjunum, kynjaímyndum og femínisma. "Alla hátíðardagana eru viðburðir í hádeginu, 2-3 í hvert sinn," segir Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri hjá Listaháskólanum. "Nemendur skólans verða með viðburði í tengslum við þema vikunnar, kennarar skólans halda fyrirlestra og einnig fáum við til okkar gestafyrirlesara; fræðimenn, listamenn sem ræða um kynjamímyndir og fleira."

Dagskráin er haldin á öllum þremur stöðunum þar sem skólinn hefur aðsetur, en kennt er að Sölvhólsgötu 13, Laugarnesvegi 91 og Skipholti 1.

Meðal annars munu nemendur úr hönnun og arkitektúr halda erindi um kynjamyndir í auglýsingum, dansnemendur sýna brot úr verkinu Hindarleik, nemendur í leiklist flytja brot úr "Kynjalestinni" og tónlistaruppákoma verður í tónlistardeild.

"Tilefni hátíðarinnar er að nýlega var sett á laggirnar jafnréttisnefnd við Listaháskólann sem hefur, meðal annars, það hlutverk að standa fyrir öflugri umræðu um jafnréttismál. Nefndin ákvað að ríða á vaðið á þennan skemmtilega hátt og nýta um leið sérstöðu skólans og fjölbreytileika námsins. Við höldum hátíð sem endurspeglar að umræða um jafnréttismál á erindi við alla, í öllum greinum, og að slík umræða getur verið mjög skemmtileg og skapandi."

Dagskráin í Listaháskóla Íslands er öllum opin, en nánar má fræðast um starfsemina á heimasíðu Listaháskólans, www.lhi.is.

Dagskrá Kynjadaga Listaháskóla Íslands: Mánudagur 3. apríl Sölvhólsgata 13 12.15 Nemendur dansbrautar flytja brot úr Hindarleik Laugarnesvegur 91 12.15 Nemendur á leiklistardeild flytja brot úr Kynjalestinni 12.30 Gísli Hrafn Atlason: "Hvað er femínismi?" Þriðjudagur 4. apríl Skipholt 1 12.00 Gísli Hrafn Atlason. 12.10 Nemendur úr hönnunar- og arkitektúrdeild "Einu sinni var". "Levi's auglýsingaherferð" 12.30 Sigríður Pétursdóttir: "Karlmennskur í íslenskum kvikmyndum" Miðvikudagur 5. apríl Laugarnesvegur 91 12.15 Harpa Björnsdóttir: "Guerilla Girls" 12.30 Nemendur úr tónlistardeild: "George Sand leikur Chopin" Sölvhólsgata 13 12.45 Gísli Hrafn Atlason. Fimmtudagur 6. apríl Skipholt 1 12.15 Guðmundur Oddur Magnússon: "Íslenskar kynjaímyndir" Laugarnesvegur 91 12.30 Oddný Sturludóttir: "Hárgreiðsla og hugsjónir" Föstudagur 7. apríl Laugarnesvegur 91 12.15 Gaukur Úlfarsson: "Hver er Sylvía Nótt?" 12.35 Nemendur úr hönnunar- og arkitektúrdeild: "Sexí súkkulaði - tengsl súkkulaðis og kynlífs", "Diezel: Greining á herferðum". Sölvhólsgata 13 13.00 Björn Ingi Hilmarsson: "Jafnrétti: Spurning um hugarfar?"