ROBBIE Fowler og Djibril Cisse sáu um að afgreiða WBA þegar Liverpool gerði góða ferð til Birmingham og sigraði WBA, 2:0. Fowler skoraði fyrra markið eftir sendingu og mistök varnarmanns WBA strax á 6. mínútu og Cisse bætti við öðru marki á 38. mínútu.

ROBBIE Fowler og Djibril Cisse sáu um að afgreiða WBA þegar Liverpool gerði góða ferð til Birmingham og sigraði WBA, 2:0. Fowler skoraði fyrra markið eftir sendingu og mistök varnarmanns WBA strax á 6. mínútu og Cisse bætti við öðru marki á 38. mínútu.

,,Við verðum að halda áfram á sömu braut allt þar til yfir lýkur. Það eina sem við getum gert er að stefna að sigri í næsta leik en ég geri mér grein fyrir því að það verður erfitt fyrir okkur að skáka Manchester United úr öðru sætinu. Við stefnum þó ótrauðir að því að ná öðru sætinu," sagði Rafel Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir sigur sinna manna.

,,Við erum búnir að koma okkur í erfiða stöðu en ég er samt sannfærður um að við getum unnið okkur út úr vandræðunum. Frammistaðan í fyrri hálfleik olli mér miklum vonbrigðum. Við vorum búnir að ræða um hvað við þyrftum að gera en því miður gerðum við ekki það sem upp var lagt," sagði Bryan Robson, stjóri WBA, sem er komið í mikla fallhættu eftir slakt gengi að undanförnu en ósigurinn var sá sjötti hjá liðinu í síðustu sjö leikjum.