HEIÐAR Davíð Bragason, endaði í 25.-27. sæti í einstaklingskeppninni á Sherry Cup áhugamótinu í golfi á Spáni, en hann lék á 294 höggum (+6), en 72 keppendur voru í karlakeppninni. Magnús Lárusson úr Kili endaði í 62.-63.

HEIÐAR Davíð Bragason, endaði í 25.-27. sæti í einstaklingskeppninni á Sherry Cup áhugamótinu í golfi á Spáni, en hann lék á 294 höggum (+6), en 72 keppendur voru í karlakeppninni. Magnús Lárusson úr Kili endaði í 62.-63. sæti á 312 höggum (+22), Stefán Már Stefánsson úr GR endaði í 68. sæti á 318 höggum (+28) og Pétur Freyr Pétursson varð í 71. sæti á 319 höggum (+31). Karlalandsliðið endaði í 16. sæti af 19 þjóðum á 912 höggum en Spánverjar sigruðu á 848 höggum.

Kvennalandsliðið rak lestina í heildarkeppninni og endaði í 11. sæti. Nína Björk Geirsdóttir lék á 313 höggum (+25) og endaði hún í 19.-21. sæti af alls 35 keppendum. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili lék á 318 (+30) og endaði hún í 30. sæti. Elísabet Oddsdóttir úr GR lék á 333 höggum eða (+45) höggum og endaði hún í neðsta sæti.