GARGANDI snilld er tónlistarkvikmynd eftir Ara Alexander Ergis Magnússon um uppgang íslenskrar popptónlistar í samtímanum.
GARGANDI snilld er tónlistarkvikmynd eftir Ara Alexander Ergis Magnússon um uppgang íslenskrar popptónlistar í samtímanum. Í myndinni er sýnt frá fjölmörgum tónlistarviðburðum sem tengdir eru saman með viðtölum við Björk, Hilmar Örn og fjölda annarra listamanna. Meðal atriða í myndinni er seiðandi flutningur Sigur Rósar, Steindórs Andersen, Hilmars Arnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Hrafnagaldri Óðins á Listahátíð 2004, Björk á tónleikum í New York, Quarashi í Tókýó, Múm í Brighton, Mínus í Laugardalshöll og Mugison í Súðavíkurkirkju svo fátt eitt sé nefnt.
Gargandi snilld er á dagskrá Sjónvarpsins klukkan 19.35.