NOKKUR erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt laugardags og urðu m.a. sjö árekstrar og útafkeyrslur á stuttum tíma af völdum hálku.
NOKKUR erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt laugardags og urðu m.a. sjö árekstrar og útafkeyrslur á stuttum tíma af völdum hálku. Tveir voru sendir á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir bílveltu á sjöunda tímanum í gærmorgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fimm tilkynningar borist um innbrot í heimahús það sem af er þessum páskum og telst það undir meðaltali.