Lögreglan í Detroit segir að rapparinn Proof sem skotinn var til bana á miðvikudag, hafi fyrstur manna hleypt af byssu sinni og í raun hafið skotbardagann.
Lögreglan í Detroit segir að rapparinn Proof sem skotinn var til bana á miðvikudag, hafi fyrstur manna hleypt af byssu sinni og í raun hafið skotbardagann. Atvikið átti sér stað fyrir utan CCC barinn í Detroit en barinn varð heimsfrægur eftir að Eminem gerði mynd byggða á ævi sinni sem bar nafn götunnar sem knæpan er staðsett á. Proof sem heitir réttu nafni Deshaun Holton var í rappsveitinni D12 og kom fram í umræddri mynd auk þess sem hann og sveit hans kom oft fram á tónleikum með Eminem. Proof var einnig svaramaður í brúðkaupi Eminem og sá síðarnefndi sást sjaldnast opinberlega án þess að hafa Proof sér við hlið. Lögreglan í Detroit-borg veit ekki enn hver á sök á dauða Proof en rannsókn er í fullum gangi.