— Morgunblaðið/Sverrir
FJÖLMARGIR landsmenn hafa nýtt sér páskafríið til skíðaiðkunar og fengið til þess eindæma veðurblíðu, hvort sem er í Hlíðarfjalli á Akureyri, þar sem um fimm þúsund manns voru í brekkunum á föstudaginn langa, í Oddsskarði, á Ísafirði eða í Bláfjöllum,...
FJÖLMARGIR landsmenn hafa nýtt sér páskafríið til skíðaiðkunar og fengið til þess eindæma veðurblíðu, hvort sem er í Hlíðarfjalli á Akureyri, þar sem um fimm þúsund manns voru í brekkunum á föstudaginn langa, í Oddsskarði, á Ísafirði eða í Bláfjöllum, þar sem þessi mynd var tekin á skírdag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er búist við heldur hægum vindi í dag, éljagangi norðan- og austanlands en að annars verði skýjað með köflum. Annan í páskum verður áfram norðlæg átt, fimm til tíu metrar á sekúndu og snjókoma eða él um norðanvert landið. Hiti um frostmark en víða bjartara sunnan til á landinu og hiti frá 1 til 6 stig.