Hólmfríður Anna Baldursdóttir
Hólmfríður Anna Baldursdóttir
Frá Hólmfríði Önnu Baldursdóttur: "BARNAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna á Íslandi vekur athygli á nýrri heimildamynd Dúa J. Landmark "Gínea-Bissá - Landið sem gleymdist" sem verður endursýnd í Ríkissjónvarpinu í dag kl. 11.05."
BARNAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna á Íslandi vekur athygli á nýrri heimildamynd Dúa J. Landmark "Gínea-Bissá - Landið sem gleymdist" sem verður endursýnd í Ríkissjónvarpinu í dag kl. 11.05. Myndin fjallar um eitt fátækasta land í heimi, Vestur-Afríkuríkið Gíneu-Bissá, menningu þess, stöðu barna og verkefni UNICEF. Myndin er mjög sláandi og sýnir vel hvernig fólk reynir að draga fram lífið þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður.

Í heimildamyndinni er sagt frá þróunarstarfi sem UNICEF á Íslandi hefur unnið í Gíneu-Bissá í samvinnu við íslensk fyrirtæki, félagasamtök og almenning. Allt frá stofnun UNICEF á Íslandi í mars 2004 hafa nær öll tvíhliða verkefni landsnefndarinnar beinst að Gíneu-Bissá. Þau verkefni sem styrkt hafa verið af íslenskum aðilum nema nú um 3,5 milljónum dollara til næstu ára og má áætla að stuðningurinn frá Íslandi sé um 2,5 prósentum af landsframleiðslu í Gíneu-Bissá. Eins og gefur að skilja er þessi stuðningur gífurlega mikil lyftistöng fyrir landið í heild.

Að mörgu leyti hefur Gínea-Bissá ekki fengið athygli Vesturlanda þó svo að um mikla menningarperlu sé að ræða. Við hvetjum alla til að gefa sér tíma til að stilla á Ríkissjónvarpið í dag, páskadag, kynna sér landið sem gleymdist og ekki síst til að sjá við hve mismunandi aðstæður fólk hér á jörðinni býr.

HÓLMFRÍÐUR ANNA

BALDURSDÓTTIR,

upplýsingafulltrúi UNICEF

á Íslandi.

Frá Hólmfríði Önnu Baldursdóttur: