Það er nóg um að vera hjá Guðnýju Þórðardóttur á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Það er nóg um að vera hjá Guðnýju Þórðardóttur á Hrafnistu í Hafnarfirði.
ÓMUR af söng er heimildarmynd eftir Þorstein Jónsson um líf eldri borgara á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði. Aðalpersónan í myndinni er Guðný Þórðardóttir, 93 ára kona á hjúkrunardeild Hrafnistu.
ÓMUR af söng er heimildarmynd eftir Þorstein Jónsson um líf eldri borgara á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði. Aðalpersónan í myndinni er Guðný Þórðardóttir, 93 ára kona á hjúkrunardeild Hrafnistu. Hún segir rottusögur frá heimaslóðum á Norðfirði og málar og syngur í kórnum og áformar að setja á svið leikþátt og leika aðalhlutverkið. Einnig koma við sögu Sigurður Ólafsson, sem segist vera kominn í Paradís, Klara Tryggvason sem fær sínar heimsóknir í pökkum og símtölum því börnin hennar búa öll erlendis og Leifur Eiríksson sem breytir athöfninni að búa um rúmið sitt í leikfimisæfingar.
Ómur af söng er á dagskrá Sjónvarpsins klukkan 19.40.