Flugdagur á Hólmavíkurvelli Hólmavík. ÞAÐ VAR mikið um að vera á Hólmavíkurflugvelli þegar félagar úr Flugklúbbi Mosfellsbæjar fjölmenntu til Hólmavíkur á flugvélum sínum laugardaginn 17. júlí síðastliðinn.

Flugdagur á Hólmavíkurvelli Hólmavík.

ÞAÐ VAR mikið um að vera á Hólmavíkurflugvelli þegar félagar úr Flugklúbbi Mosfellsbæjar fjölmenntu til Hólmavíkur á flugvélum sínum laugardaginn 17. júlí síðastliðinn.

Alls komu tólf flugvélar af ýmsum stærðum á staðinn, en einna mesta athygli vakti koma rússneskrar tvíþekju af Antonov-gerð. Meðal farþega í þeirri vél voru rússnesku sendiherrahjónin á Íslandi.

Félagar í Flugklúbbi Mosfellsbæjar buðu Hólmvíkingum, ungum sem öldunm, í stutta flugtúra og var það vel þegið af heimamönnum. Á annað hundrað Hólmvíkingar komu á staðinn í tilefni af flugkomunni og þótti dagurinn heppnast einstaklega vel.

Miklar framkvæmdir hafa verið á Hólmavíkurflugvelli undanfarið. Lokið er frágangi 1.000 metra flugbrautar og 60 metra öryggissvæða á sitt hvorum enda, auk þess verður ný flugstöð tekin formlega í notkun á næstunni.

- M.H.M.

Góðir gestir

FÉLAGAR úr Flúgklúbbi Mosfellsbæjar sóttu Hólmvíkinga heim laugardaginn 17. júlí sl.