GÓÐUR gangur var í meirihlutaviðræðum Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Árborg í gær, að sögn Þorvalds Guðmundssonar, oddvita framsóknarmanna, í gærkvöldi. Viðræðurnar stóðu allan daginn í gær og lauk um kl.

GÓÐUR gangur var í meirihlutaviðræðum Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Árborg í gær, að sögn Þorvalds Guðmundssonar, oddvita framsóknarmanna, í gærkvöldi. Viðræðurnar stóðu allan daginn í gær og lauk um kl. 22 í gærkvöldi. Þá hafði m.a. verið rætt um skiptingu embætta og nefndaskipan. Einnig var unnið í málefnasamningi. Viðræðum verður haldið áfram í dag.

Þorvaldur var spurður hvort vænta mætti yfirlýsingar um nýtt meirihlutasamstarf í Árborg í dag.

"Það er ekkert sem við hnjótum um í sjálfu sér núna," sagði Þorvaldur í gærkvöldi. "Ég myndi halda, miðað við ganginn núna, að við kæmumst langt með þetta á morgun." | 4