<strong> Styrkveiting </strong> Formenn líknarfélaga sem hlutu styrk ásamt starfsmönnum Góða hirðisins og formanni stjórnar Sorpu og framkvæmdastjóra Sorpu.
Styrkveiting Formenn líknarfélaga sem hlutu styrk ásamt starfsmönnum Góða hirðisins og formanni stjórnar Sorpu og framkvæmdastjóra Sorpu.
GÓÐI hirðirinn, nytjamarkaður Sorpu og líknarfélaga, veitti styrk til átta aðila sl. föstudag, 1. desember, og hafa styrkþegar aldrei verið fleiri.

GÓÐI hirðirinn, nytjamarkaður Sorpu og líknarfélaga, veitti styrk til átta aðila sl. föstudag, 1. desember, og hafa styrkþegar aldrei verið fleiri.

Að þessu sinni var heildarupphæðin 10 milljónir króna og fengu eftirtaldir styrk: Hjálparstarf kirkjunnar vegna Framtíðarsjóðs, Rauði kross Íslands vegna verkefnisins Framtíð í nýju landi, Umhyggja vegna langveikra barna og foreldra þeirra, Bandalag kvenna vegna Starfsmenntasjóðs, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Styrkveitingin fór fram í verslun Góða hirðisins, Fellsmúla 28, að viðstöddum aðstandendum félaganna og starfsmönnum Sorpu og Góða hirðisins.