Starfið viðurkennt Freyja Haraldsdóttir, Alþýðusamband Íslands og Hlutverk, samtök um vinnu og verkþjálfun, fengu Múrbrjótinn fyrir starf sitt í þágu fatlaðra. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra veitti viðurkenninguna.
Starfið viðurkennt Freyja Haraldsdóttir, Alþýðusamband Íslands og Hlutverk, samtök um vinnu og verkþjálfun, fengu Múrbrjótinn fyrir starf sitt í þágu fatlaðra. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra veitti viðurkenninguna. — Morgunblaðið/ÞÖK
FREYJA Haraldsdóttir og Alþýðusamband Íslands og Hlutverk - samtök um vinnu og verkþjálfun, fengu afhenta Múrbrjótana, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar, við hátíðlega athöfn í gær.

FREYJA Haraldsdóttir og Alþýðusamband Íslands og Hlutverk - samtök um vinnu og verkþjálfun, fengu afhenta Múrbrjótana, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar, við hátíðlega athöfn í gær. Það var Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sem afhenti viðurkenningarnar á alþjóðlegum degi fatlaðra.

Í fréttatilkynningu segir að Freyja Haraldsdóttir fái viðurkenninguna "fyrir að stuðla að breyttri ímynd fatlaðs fólks með fyrirlestrum sínum í framhaldsskólum, en fyrirlesturinn nefnir Freyja "Það eru forréttindi að vera með fötlun". Með fyrirlestrum sínum leiðir Freyja áheyrendur inn í reynslu manneskju sem býr við mikla skerðingu en ekki síður tekst henni að draga fram að það sé ekki sjálfgefið að þessi skerðing aftri henni frá fullri þátttöku í lífinu og geti ef vel tekst til eflt með henni þroska."

Alþýðusamband Íslands og Hlutverk - samtök um vinnu og verkþjálfun fá viðurkenninguna fyrir gerð kjarasamninga fatlaðra launþega á vernduðum vinnustöðum. "Með slíkum samningum öðlast starfsmenn slíkra vinnustaða ótvírætt stöðu launþega, sem verkalýðshreyfingin semur um kaup og kjör fyrir, jafnframt því sem þessum launþegum gefst kostur á því að ganga í verkalýðsfélög með sömu réttindum og aðrir félagar."

Í hnotskurn
» Múrbrjótar eru veittir þeim sem hafa brotið múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks, að mati Þroskahjálpar.
» Verðlaunagripirnir voru hannaðir og smíðaðir á handverksverkstæðinu Ásgarði í Mosfellsbæ.