Leikkonan Marcia Cross sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Bree Van de Kamp , í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdar eiginkonur, á von á tvíburum í apríl og segist hlakka mikið til að sjá tvöfalt.

Leikkonan Marcia Cross sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Bree Van de Kamp , í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdar eiginkonur, á von á tvíburum í apríl og segist hlakka mikið til að sjá tvöfalt.

"Að eiga von á tveimur börnum á mínum aldri er sannkallaður lottóvinningur," sagði Cross sem er 44 ára og gengur með sín fyrstu börn.

Cross og eiginmaður hennar, hinn 48 ára verðbréfasali Tom Mahoney , giftu sig í júní á þessu ári og í október tilkynnti Cross að þau ættu von á tvíburum.

"Þegar ég frétti að ég ætti von á tvíburum fann ég fyrir hræðslu yfir því að ég gæti ekki orðið góð móðir tveggja barna, að öðru þeirra fyndist það alltaf haft út undan."

Hún tekur líka fyrir allan orðróm um að hún hafi átt í erfiðleikum á meðgöngunni.

"Ég hef ekki fundið fyrir neinu, ég er algjörlega 100% í lagi," sagði Cross en bætti við að það væri samt erfitt að bera alla þessa aukaþyngd sem fylgir meðgöngunni.

Spurð út í trúlofun meðleikkonu sinnar í Aðþrengdum eiginkonum, Evu Longoria , sagði Cross: "Hún sýndi mér hringinn og ég öskraði, ég held að ég hafi hrætt þau, Tony unnusti hennar var þarna líka og mér finnst þetta frábært."