Fer víða Eimskip rekur tæplega 160 starfstöðvar víðs vegar um heiminn og er með 40-50 skip í rekstri.
Fer víða Eimskip rekur tæplega 160 starfstöðvar víðs vegar um heiminn og er með 40-50 skip í rekstri. — Morgunblaðið/Eggert
ALLAR vörur, sem mótteknar eru á flutningamiðstöðvum til flutnings og meðferðar hjá Eimskipi Flytjanda, verða í framtíðinni tryggðar hjá Tryggingamiðstöðinni á farmtryggingaskilmálum A.

ALLAR vörur, sem mótteknar eru á flutningamiðstöðvum til flutnings og meðferðar hjá Eimskipi Flytjanda, verða í framtíðinni tryggðar hjá Tryggingamiðstöðinni á farmtryggingaskilmálum A. Samstarfssamningur þessa efnis var undirritaður fyrir skömmu af fulltrúum Eimskips og TM.

Í tilkynningu segir að um nýjung á íslenskum flutningamarkaði sé að ræða þar sem aldrei hafi áður verið boðið upp á tryggingavernd með þessum hætti. Tryggingin leiði til einföldunar fyrir viðskiptavini og auki fjárhagslegt öryggi þeirra.

"Með þessu nýja fyrirkomulagi er Eimskip Flytjandi að auka þjónustu sína, til hagsbóta fyrir viðskiptavini, á einstaklega hagstæðum kjörum. Fast gjald að upphæð 55 kr. fellur á hvert farmbréf en iðgjaldið er mjög hagstætt og miklu lægra en þau lágmarksiðgjöld sem almennt tíðkast í farmtryggingum hér á landi. Eimskip Flytjandi getur boðið þessi kjör vegna umfangs verkefnisins og fjölda sendinga innan dreifikerfis Eimskips Flytjanda," segir í tilkynningunni.