Nathan Green
Nathan Green
ÁSTRALSKI kylfingurinn Nathan Green lék frábært golf á lokakeppnisdegi Blue Chip golfmótsins sem lauk á Nýja-Sjálandi í gær og tryggði hann sér sigur með því að leika á 65 höggum eða 7 höggum undir pari vallar.

ÁSTRALSKI kylfingurinn Nathan Green lék frábært golf á lokakeppnisdegi Blue Chip golfmótsins sem lauk á Nýja-Sjálandi í gær og tryggði hann sér sigur með því að leika á 65 höggum eða 7 höggum undir pari vallar. Þetta er í fyrsta sinn sem Green sigrar á Evrópumótaröðinni en hann lék skelfilega á þriðja keppnisdegi mótsins eða á 76 höggum og var hann í 39. sæti fyrir lokakeppnisdaginn. Hann fékk fjóra fugla á fimm fyrstu holunum og alls fékk hann sjö fugla á lokakeppnisdeginum sem dugði til sigurs á fimm höggum undir pari samtals.

Þar sem Green var meðal þeirra fyrstu sem hófu leik á lokakeppnisdeginum þurfti hann að bíða í þrjá tíma eftir að keppni lyki en þegar líða fór á daginn fór vindurinn að láta meira að sér kveða. Michael Campbell frá Nýja-Sjálandi varð annar á 3 höggum undir pari ásamt fimm öðrum. Fyrir sigurinn fékk Green 13 milljónir króna.