[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Garðabær Gimli er með í sölu vel staðsett einbýlishús neðst á Flötunum í Garðabæ við hraunið. Stór og fallegur garður í mikilli rækt með fjölbreyttum trjágróðri. Húsið er 173,6 fm og bílskúrinn 69,5 fm eða samtals 243,1 fm.

Garðabær Gimli er með í sölu vel staðsett einbýlishús neðst á Flötunum í Garðabæ við hraunið. Stór og fallegur garður í mikilli rækt með fjölbreyttum trjágróðri. Húsið er 173,6 fm og bílskúrinn 69,5 fm eða samtals 243,1 fm. Bílskúrinn er tvöfaldur og innkeyrslan rúmar vel 4 til 6 bíla. Hiti er í stéttum og innkeyrslu að bílskúr. Komið er inn í forstofu með fatahengi en inn af henni er gestasalerni. Inn af forstofu er einnig rúmgott forstofuherbergi ( var áður tvö herbergi). Björt og rúmgóð L-laga stofa og borðstofa með gluggum á þrjár hliðar og er útg. þaðan út í garð. Rúmgott eldhús með eldri viðarinnréttingu og góðum borðkrók Inn af eldhúsi er þvottahús og geymsla og er útgengt þaðan á stóra timburverönd með heitum potti. Gengið úr stofu inn á herbergisgang með tveimur góðum svefnherbergjum (þar voru áður þrjú herbergi) öðru með skápum og baðherbergi. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með innréttingu og baðkeri. Tvöfaldur bílskúr með hita, rafmagni og sjálfvirkum dyraopnara.

Flísar eru á gólfum í forstofu, gestasalerni, baðherbergi og þvottahúsi. Parket á herbergisgangi og svefnherbergjum. Teppi á stofu og korkur á eldhúsi. Ásett verð er 67 milljónir.