Þorsteinn Helgason fæddist á Akranesi 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1966, fil.kand. prófi í sagnfræði frá Gautaborgarháskóla 1975, meistaraprófi frá HÍ 1996 og vinnur nú að doktorsritgerð um Tyrkjaránið.

Þorsteinn Helgason fæddist á Akranesi 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1966, fil.kand. prófi í sagnfræði frá Gautaborgarháskóla 1975, meistaraprófi frá HÍ 1996 og vinnur nú að doktorsritgerð um Tyrkjaránið. Þorsteinn á að baki langan feril við kennslustörf, m.a. við MK frá 1978 til 1995. Hann er nú dósent í sagnfræði við KHÍ. Þorsteinn er kvæntur Guðlaugu Magnúsdóttur félagsráðgjafa og eiga þau þrjú börn.

Þorsteinn Helgason fæddist á Akranesi 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1966, fil.kand. prófi í sagnfræði frá Gautaborgarháskóla 1975, meistaraprófi frá HÍ 1996 og vinnur nú að doktorsritgerð um Tyrkjaránið. Þorsteinn á að baki langan feril við kennslustörf, m.a. við MK frá 1978 til 1995. Hann er nú dósent í sagnfræði við KHÍ. Þorsteinn er kvæntur Guðlaugu Magnúsdóttur félagsráðgjafa og eiga þau þrjú börn.

Sagnfræðingafélag Íslands býður til hádegisfyrirlestrar í Þjóðminjasafni Íslands á morgun, þriðjudag. Þar mun Þorsteinn Helgason sagnfræðingur flytja erindið Er til rétt saga? Um kanón í sagnfræði og sögukennslu .

"Hugtakið kanón hefur verið þýtt á íslensku sem reglurit, og er oft notað um helgirit sem boða eiga þann sannleika sem er réttastur og mikilvægastur," útskýrir Þorsteinn. "En sama hefur verið gert um sögulega atburði, persónur og aðstæður og þykir umdeilt: bæði í Danmörku og Hollandi hafa stjórnvöld nýlega gefið út lista yfir það sem börn og unglingar eiga og verða að þekkja úr sögunni. Mun ég í fyrirlestrinum fjalla um réttmætri slíkra aðferða."

Þorsteinn nefnir að gefnar eru út námskrár og skólabækur þar sem fyrir fram er ákveðið hvaða atburðir í sögunni hljóta umfjöllun: "Þetta kann að hljóma sem ráðríki, en aðrir tala um mikilvægi vissrar sögulegrar þekkingar sem sameiningartákns og jafnframt sem glugga út í heiminn," segir Þorsteinn. "Þegar listar eru gerðir yfir mikilvægustu sögulegu viðburði og menn má kannski líta á það sem birtingarmynd hremminga þjóðríkisins. Menn óttast að þjóðleg menning og þekking sé að týnast, og þekkja Íslendingar vel þau harmakvein sem heyrast öðru hverju þegar fréttamenn hlaupa af stað og spyrja ungmenni hver Jón Sigurðsson var og fátt verður um svör. Þá getur það gerst að ríkið grípur til aðgerða til að stemma stigu við hættunni, og má nefna sem dæmi aðgerðir ríkisstjórnar Görans Persson sem varði miklum fjármunum í kennsluátak í sænskum skólum þegar rannsóknir bentu til þess að sænsk ungmenni væru illa að sér um helförina.

Sömu sögu er að segja af Íslandi og er skemmst að minna áramótaræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í árslok 1999 þegar hann sagði af áhyggjum sínum af því að ungmenni sem heimsæktu Stjórnarráðið þekktu ekki marga fyrrum forsætisráðherra landsins af myndunum sem prýða þar veggi. Til að ráða bót þar á var gefin út bók nokkrum árum síðar þar sem forsætisráðherrunum og störfum þeirra voru gerð vönduð skil."

Þorsteinn segir þarft að reyna að skilja þær stefnur og strauma sem ákveða umfjöllunarefni sagnfræðinnar hverju sinni: "Oft reynast sögubækur þrælpólitískar og t.d. vel þekktar í Bandaríkjunum háværar deilur í áratugi um s.s. hvort Washington eru gerð nógu góð skil, eða hvort kynin njóta eðlilegs jafnræðis á síðum sögubókanna."

Á fyrirlestrinum ætlar Þorsteinn að kynna til sögunnar íslenska sagnfræðikanónu, en vill ekki segja frá innihaldi hennar í smáatriðum fyrr en á morgun: "Í hollenskum listum eru um 50 persónur og atburðir taldir upp, og danski listinn hefur milli 30 og 40 atriði, en á þeim íslenska verða þau mjög fá, aðeins 10," ljóstrar Þorsteinn þó upp.

Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar á sagnfraedingafelag.net.