Utanríkisráðherra Valgerður Sverrisdóttir gangsetti hitaveituna.
Utanríkisráðherra Valgerður Sverrisdóttir gangsetti hitaveituna.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur í Xian Yang sunna@mbl.is ÞYKK hula mengunar liggur yfir kínversku borginni Xian Yang og illa sést til sólar, enda eru flest hús þar hituð með kolum.

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur í Xian Yang

sunna@mbl.is ÞYKK hula mengunar liggur yfir kínversku borginni Xian Yang og illa sést til sólar, enda eru flest hús þar hituð með kolum. Ekki er óalgengt að sjá íbúana bera grímur fyrir vitum sínum þegar mengunin er hvað mest. Það er því e.t.v. ekki undarlegt að Bian Jun Jiang, stjórnarformaður Shaanxi Green Energy skuli segja að opnun nýrrar hitaveitu muni breyta lífsstíl íbúanna og lífsgæðum til hins betra, en hitaveitan er íslensk-kínverskt samstarfsverkefni. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir bankann hafa komið að verkefninu þegar ljóst var orðið að efnahagslega væri orðið hagkvæmt að nýta jarðvarma í Kína, en bankinn hefur starfað við ráðgjöf og fjármögnun á sviði endurnýjanlegrar orku. | Miðopna