Myndavél
Myndavél
Í HÁDEGINU í dag, kl. 12.10, mun Kimmo Lehtonen flytja fyrirlestur um finnska ljósmyndun í samtímanum í Þjóðminjasafni Íslands. Kimmo er framkvæmdastjóri miðstöðvar skapandi ljósmyndunar í Jyväskylä í Finnlandi en markmið þeirrar miðstöðvar er m.a.

Í HÁDEGINU í dag, kl. 12.10, mun Kimmo Lehtonen flytja fyrirlestur um finnska ljósmyndun í samtímanum í Þjóðminjasafni Íslands.

Kimmo er framkvæmdastjóri miðstöðvar skapandi ljósmyndunar í Jyväskylä í Finnlandi en markmið þeirrar miðstöðvar er m.a. að kynna og vekja athygli á ljósmyndun sem listgrein.

Kimmo hefur verið mjög virkur á alþjóðlegum vettvangi síðustu 15 ár og staðið fyrir fjölbreytilegum verkefnum á sviði ljósmyndunar bæði í heimalandi sínu og annars staðar.