Lissabon. AFP. | Ný skoðanakönnun gefur til kynna að 80,3% Portúgala finnist að leyfa eigi kaþólskum prestum að kvænast. Könnunin birtist í blaðinu Correio da Manha í gær , 15,5% voru andvíg en 4,2% höfðu ekki skoðun á málinu.

Lissabon. AFP. | Ný skoðanakönnun gefur til kynna að 80,3% Portúgala finnist að leyfa eigi kaþólskum prestum að kvænast. Könnunin birtist í blaðinu Correio da Manha í gær , 15,5% voru andvíg en 4,2% höfðu ekki skoðun á málinu.

Langflestir Portúgalar eru kaþólskir. 74,6% kaþólikka sem svöruðu könnuninni vilja leyfa prestunum að kvænast en einlífi klerka hefur síðustu árin verið mikið deilumál í kaþólsku kirkjunni, ekki síst í Evrópu. Félagsfræðingurinn Jorgé Sa segir í samtali við blaðið að afstaða kaþólsku kirkjunnar endurspegli ekki vilja kaþólikka.

Páfagarður hafnaði nýlega kröfum um að prestum kirkjunnar yrði leyft að kvænast. Nær hálf milljón kaþólskra presta er í heiminum en þeim fer fækkandi á Vesturlöndum vegna þess að æ færri ungir karlar sætta sig við einlífið. Ákvæði um einlífi presta voru lögfest á 11. öld.