[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Frá Leifi Sveinssyni: "ARNARBJARGVÆTTINNI, Sigurbjörgu Söndru Pétursdóttur frá Grundarfirði, er margt til lista lagt. Hún vakti þjóðarathygli, er hún bjargaði Sigurerni. Hún er hestakona mikil og þarf hún hvorki beizli né hnakk, heldur stendur uppi á Blakk sínum."

ARNARBJARGVÆTTINNI, Sigurbjörgu Söndru Pétursdóttur frá Grundarfirði, er margt til lista lagt. Hún vakti þjóðarathygli, er hún bjargaði Sigurerni. Hún er hestakona mikil og þarf hún hvorki beizli né hnakk, heldur stendur uppi á Blakk sínum. Við höfum átt nokkur bréfaskipti og er hún þakkaði mér fyrir smágjöf, er ég sendi henni í viðurkenningarskyni, þá sendi hún mér þrjár myndir með eftirfarandi kveðju:

"Kær kveðja,

frá Sigurbjörgu S., Blakk og Sigurerni."

Ég undirritaði bréf mitt til hennar þannig:

LEIFUR SVEINSSON,

arnarvinur og gamall

hestamaður.

Frá Leifi Sveinssyni: