"Ég veit ekki hvar ég að byrja, þetta var heilt yfir slakt," sagði Rúnar Sigtryggsson leikmaður og annar þjálfari Akureyringa daufur í dálkinn eftir tap fyrir botnliði ÍR í Breiðholtinu í gærkvöldi.

"Ég veit ekki hvar ég að byrja, þetta var heilt yfir slakt," sagði Rúnar Sigtryggsson leikmaður og annar þjálfari Akureyringa daufur í dálkinn eftir tap fyrir botnliði ÍR í Breiðholtinu í gærkvöldi.

Var ömurlegt

"Þetta var ömurlegt og það skipti mestu að við mættum til leiks sem einstaklingar en ekki sem lið og það voru allir á botninum.Við höfðum forystu um tíma án þess að leika neinn stórkostlegan leik," bætti Rúnar við. Akureyringar náðu því ekki að fylgja eftir sætum sigrum á Val og Fram.

Fjögur stig fóru í súginn

"Þetta er mjög dýrt fyrir okkur og má segja að fjögur stig hafi farið í súginn. Það var leiðinlegt að við skyldum ekki koma betur gíraðir í svona leik en við lærðum af þessu að það þýðir ekki að koma í leik og ætla bara að spila með vinstri, það þarf að taka á," sagði Rúnar Sigtryggsson.