Sigurviss Hugo Chavez, forseti Venesúela, ekur á brott í Volkswagen-bjöllu sinni eftir að hafa greitt atkvæði í Caracas.
Sigurviss Hugo Chavez, forseti Venesúela, ekur á brott í Volkswagen-bjöllu sinni eftir að hafa greitt atkvæði í Caracas. — Reuters
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FORSETI Venesúela, Hugo Chavez, sagðist í gær vilja sterk og góð tengsl við Bandaríkin en hann hefur lengi verið einn harðasti andstæðingur George W.

Eftir Kristján Jónsson

kjon@mbl.is

FORSETI Venesúela, Hugo Chavez, sagðist í gær vilja sterk og góð tengsl við Bandaríkin en hann hefur lengi verið einn harðasti andstæðingur George W. Bush forseta og meðal annars kallað hann "djöful" í ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum. Forsetakosningar fóru fram í Venesúela í gær og var kjörsókn sögð góð. Útgönguspár í gærkvöldi bentu til þess að Chavez myndi sigra og fá allt að 19% meira fylgi en aðalkeppinauturinn, Manuel Rosales.

"Við viljum hafa sem allra best samskipti við [allar þjóðir], einnig Bandaríkjamenn," sagði Chavez. Forsetinn fagnaði einnig þeirri yfirlýsingu aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Thomas Shannon, að stjórnmálabaráttan í Venesúela færi nú fram á vettvangi lýðræðisstofnana. Féllu ummæli Shannons í viðtali við spænska blaðið El País . Shannon sagði einnig að Bandaríkjastjórn vildi góð samskipti við vinstrisinnana Daniel Ortega í Níkaragva og Rafael Correa í Ekvador sem báðir sigruðu nýverið í forsetakosningum.

"Það er fagnaðarefni að fulltrúi Bandaríkjastjórnar eins og hann er ... skuli þó að a.m.k. viðurkenna að lýðræðiríki í Venesúela og lýðræðisstofnanir virki. Mér finnst þetta góðs viti," sagði Chavez.