Marco Evaristti
Marco Evaristti
HINN ófyrirsjáanlegi dansk-chileski listamaður Marco Evaristti hyggst lita snæþekju hæsta fjallstinds Vestur-Evrópu, Mount Blanc, rauða. Þetta kemur fram í franska dagblaðinu Agence Fance-Press .

HINN ófyrirsjáanlegi dansk-chileski listamaður Marco Evaristti hyggst lita snæþekju hæsta fjallstinds Vestur-Evrópu, Mount Blanc, rauða. Þetta kemur fram í franska dagblaðinu Agence Fance-Press . Hugmynd Evaristti er að setja lífrænt uppleysanlega málningu á Mount Blanc til að "auka meðvitund um þá mengun sem ferðamenn valda í Ölpunum", að eigin sögn. Hann hefur þó ekki gefið upp tímasetningu umrædds gjörnings í þeirri vissu að frönsk stjórnvöld muni freista þess að stöðva hann.

Evaristti áætlar að kostnaður við gjörninginn verði um 3,5 milljónir íslenskra króna. Fimmtán manns munu aðstoða hann við að koma um 1.200 lítrum af vatnsblandaðri málningu á tindinn og búa þannig til 2.500 fermetra rauðan flöt.

Evaristti er fæddur í Chile en hefur búið í Danmörku frá því hann giftist Dana árið 1985. Árið 2000 olli verk eftir hann uppnámi, en þar gat að líta gullfisk í blandara sem gestum gafst kostur á að kveikja á.