Feistingu forðað.

Feistingu forðað.

Norður
G109
KG7
D95
8654

Vestur Austur
K43 62
Á1053 D9842
10 Á872
KG973 D10

Suður
ÁD875
6
KG643
Á2

Suður spilar 3 og fær út tígultíu.

Suður opnaði á spaða, norður hækkaði í tvo og suður lyfti hindrandi í þrjá spaða. Út kom einspilið í tígli, austur tók á ásinn og spilaði tvistinum um hæl til að biðja um lauf. Vel heppnað, því vörnin þarf að sækja laufslaginn. Vestur gerði eins og um var beðið og sagnhafi drap laufdrottningu austurs með ás. Og spilaði trompás og meira trompi. Vestur tók slag á laufkóng og spilaði gosanum, sem suður trompaði og spilaði hjarta að KGx. Vestur heldur á fimmta slagnum, en ef þetta er tvímenningur er freistandi að reyna við tvo niður og dúkka. Og vestur dúkkaði - kóngurinn upp og unnið spil. En sökin liggur hjá austri. Hann hefur fullkomna talningu og á að henda hjartadrottningu í laufgosann til að forða makker sínum frá öllum freistingum.