Séra Hjálmar Jónsson samdi sálm við mynd eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur og er hann á jólakorti Thorvaldsens-félagsins í ár: Svalt er á heimsins hjarni og hverfandi skjól en lífið brosir í barni sem birtist um jól. Drúpa dýrðinni tæru dalir og fjöll.

Séra Hjálmar Jónsson samdi sálm við mynd eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur og er hann á jólakorti Thorvaldsens-félagsins í ár:

Svalt er á heimsins hjarni

og hverfandi skjól

en lífið brosir í barni

sem birtist um jól.

Drúpa dýrðinni tæru

dalir og fjöll.

Baðast í skini skæru

sköpunin öll.

Móðirin dreymin með drenginn,

hið dafnandi ljós.

Í kvöld er fundin og fengin

hin fegursta rós.

Sigurður Sigurðarson yrkir jólavísu til félaga sinna á leirnum, póstlista hagyrðinga:

Ég finn að jólabarnið biður,

að betri ljóð í fjórum línum

og hagmælt tunga, helgi og friður,

hlotnist leirfélögum mínum.

pebl@mbl.is