BREYTINGAR hafa orðið á fram- kvæmdastjórn FL Group. Örvar Kærnested hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra fjárfestingasviðs en hann var áður aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings banka.

BREYTINGAR hafa orðið á fram- kvæmdastjórn FL Group. Örvar Kærnested hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra fjárfestingasviðs en hann var áður aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings banka.

Mikið ánægjuefni

Í tilkynningu til Kauphallar segir að Örvar hafi mikla reynslu á þessu sviði, bæði hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi. Hann hafi starfað hjá Kaupþingi undanfarin átta ár og tekið stóran þátt í uppbyggingu fyrirtækjaráðgjafar bankans. Örvar mun starfa á skrifstofu FL Group í London. Samhliða ráðningu Örvars hefur Jón Sigurðsson verið ráðinn aðstoðarforstjóri FL Group en áður gegndi Jón stöðu framkvæmdastjóra fjár- festingasviðs félagsins. Jón mun vinna að stefnumótun og rekstri fé- lagsins ásamt því að taka þátt í fjár festingaverkefnum þess, sérstaklega á sviði fjármálafyrirtækja.

"Það er okkur mikið ánægjuefni að fá Örvar til liðs við okkur, segir Hannes Smárason," forstjóri FL Group.