Söluvara Kia Sorento er einn af söluhæstu bílum Kia.
Söluvara Kia Sorento er einn af söluhæstu bílum Kia.
EVRÓPUBÚAR virðast hafa tekið Kia fagnandi því enn á ný náði þessi suður-kóreski framleiðandi að slá sölumet í október í álfunni. Salan jókst um 11% í mánuðinum og endaði í 23.353 bílum. Mest seldi Kia-bíllinn reyndist vera smábíllinn Picanto, 6.

EVRÓPUBÚAR virðast hafa tekið Kia fagnandi því enn á ný náði þessi suður-kóreski framleiðandi að slá sölumet í október í álfunni. Salan jókst um 11% í mánuðinum og endaði í 23.353 bílum. Mest seldi Kia-bíllinn reyndist vera smábíllinn Picanto, 6.489 bílar, og seldist hann lítið eitt meira en sportjeppinn Sorento sem víða hefur verið verðlaunaður, 3.476 bílar. Jepplingurinn Sportage kom síðan í þriðja sæti yfir söluhæstu gerðir Kia í mánuðinum með 3.476 selda bíla. Fyrstu tíu mánuði ársins hafa selst yfir 228.367 Kia-bílar í Evrópu sem er svipað magn og fyrir sama tímabil í fyrra og í takt við söluáætlanir Kia. Þar trónir efstur Picanto, með 70.074 bíla, Sorento með 35.873 bíla og Sportage með 30.643 bíla.

Þýskaland var stærsti markaðurinn fyrir Kia í október, með yfir 3.800 afhenta bíla sem er 40% aukning miðað við október í fyrra, en fyrstu tíu mánuði ársins hefur mesta salan verið til Spánar þar sem afhentir hafa verið 39.000 Kia-bílar.

Kia-menn þakka söluaukninguna nýjum gerðum sem eru nýlega komnar á markaðinn. Þar ber fyrstan að nefna endurbættan Sorento, nýjan Carnival fjölnotabíl og nýjan Carens, minni gerð fjölnotabíls.