Kaflaskipti Hermenn bráðabirgðastjórnar Sómalíu mættu engri mótspyrnu í Mogadishu.
Kaflaskipti Hermenn bráðabirgðastjórnar Sómalíu mættu engri mótspyrnu í Mogadishu. — Reuters
Mogadishu, Washington. AP, AFP.

Mogadishu, Washington. AP, AFP. | Tom Casey, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær eftir innrás hersveita bráðabirgðastjórnar Sómalíu og eþíópískra hermanna inn í Mogadishu, höfuðborg landsins, að langtímalausn ástandsins í Sómalíu fælist ekki í ofbeldi og hvatti til samningaviðræðna stríðandi fylkinga.

"Við erum komnir til Mogadishu," sagði Mohamed Ali Gedi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, eftir að hafa rætt við leiðtoga ættflokka um samstarf við að koma bráðabirgðastjórninni til valda í höfuðborginni án blóðsúthellinga. Nokkrum klukkustundum áður höfðu leiðtogar hreyfingar, sem höfðu reynt að stofna íslamskt ríki í Sómalíu, hörfað frá borginni. "Við erum að ræða leiðir til að tryggja að glundroði taki ekki við í Mogadishu," sagði forsætisráðherrann. "Við ætlum ekki að láta Mogadishu brenna." | 16