Námstefna um skólamálefni á Akureyri SKÓLASTJÓRA- og Skólameistarafélag Íslands standa sameiginlega að námstefnu á Akureyri dagana 15.­17. október. Námstefnan er einungis opin félagsmönnum og mun þarna fjallað um hin ýmsu mál sem snúa að skólastjórnun.

Námstefna um skólamálefni á Akureyri

SKÓLASTJÓRA- og Skólameistarafélag Íslands standa sameiginlega að námstefnu á Akureyri dagana 15.­17. október. Námstefnan er einungis opin félagsmönnum og mun þarna fjallað um hin ýmsu mál sem snúa að skólastjórnun.

Á fyrsta degi námstefnunnar mun Steinunn H. Lárusdóttir, skólastjóri fjalla um skilvirkni og stjórnun. Einnig munu dr. Börkur Hansen, dósent við Kennaraháskóla Íslands, fjalla um rannsókn sem gerð var á störfum íslenskra skólastjóra. Þá mun Haukur Viggósson, M.ed. skýra frá nokkrum niðurstöðum úr samanburðarrannsókn sem gerð var á störfum skólastjóra annarsvegar í Lundi í Svíþjóð og hinsvegar í Reykjavík en rannsóknin er liður í doktorsnámi Hauks.

Annan daginn munu þeir Henning Johansson, prófessor við Högskolan í Luleå, og Bert Stålhammar, dr. phil., rektor við Skolledarhögskolan í Örebro, flytja fyrirlestra og stjórna umræðum. Fyrirlestur Henning Johansson mun fjalla um hlutverk skólastjórnenda en fyrirlestur Bert Stålhammar um breyttar áherslu við skólastjórnun. Báðir eru þeir um þessar mundir mjög eftirsóttir fyrirlesarar.

Þriðja daginn munu námstefnugestir vinna úr efni námstefnunnar ásamt því að fjallað verður um það sem efst er á baugi í félagsmálum skólastjórnenda í dag.

Skráning hefur farið fram en þeim sem áhuga hafa er bent á að hafa samband við Ferðaskrifstofu Íslands, Skógarhlíð 8.