ELLIÐI Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gerir orð formanns samgöngunefndar Alþingis í Fréttablaðinu að umræðuefni á bloggvef sínum, ellidiv.blog.is, í gær. Segir hann það vekja furðu að formaðurinn, Steinunn V.
ELLIÐI Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gerir orð formanns samgöngunefndar Alþingis í Fréttablaðinu að umræðuefni á bloggvef sínum, ellidiv.blog.is, í gær. Segir hann það vekja furðu að formaðurinn, Steinunn V. Óskarsdóttir, dragi í efa heilbrigða skynsemi þeirra sem hafi talið jarðgöng á milli lands og Eyja raunhæfan kost og lagt sitt lóð á vogarskálarnar í þeim efnum. Óskar Elliði eftir því að Steinunn Valdís skýri ummæli sín með fullnægjandi hætti. Þá fer hann fram á að Steinunn kynni sér skýrslu VST og þær forsendur sem þar er unnið út frá og nálgist viðfangsefnið með mikilvægi þessi í huga. Upphrópanir og gífuryrði séu ekki til þess fallin að bæta samgöngur, hvorki milli lands og Eyja né annars staðar.