FYRIR ekki svo löngu síðan voru lúxusíbúðir á hafnarsvæðinu í Kaupmannahöfn mjög eftirsóttar. Fjármálaspekúlantar sáu fyrir sér mikinn gróða þar. Dæmið hefur hins vegar snúist við. Í danska blaðinu Børsen segir að áætlað sé að um það bil 1.
FYRIR ekki svo löngu síðan voru lúxusíbúðir á hafnarsvæðinu í Kaupmannahöfn mjög eftirsóttar. Fjármálaspekúlantar sáu fyrir sér mikinn gróða þar. Dæmið hefur hins vegar snúist við.

Í danska blaðinu Børsen segir að áætlað sé að um það bil 1.700 íbúðir séu nú til sölu á hafnarsvæðinu í Kaupmannahöfn, íbúðir sem hafist var handa við að byggja á árinu 2004 eða þar á eftir. Í ársbyrjun hafi talan verið um 1.500 íbúðir.