Sjónarspil Margt verður um að vera á Einni með öllu en hátíðinni lýkur með flugeldasýningu.
Sjónarspil Margt verður um að vera á Einni með öllu en hátíðinni lýkur með flugeldasýningu. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Ein með öllu! verður haldin um verslunarmannahelgina, líkt og fyrri sumur. Dagskrá hátíðarinnar liggur nú fyrir og verður fjölmargt um að vera að þessu sinni. Föstudaginn 3. ágúst kl. 20.
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Ein með öllu! verður haldin um verslunarmannahelgina, líkt og fyrri sumur. Dagskrá hátíðarinnar liggur nú fyrir og verður fjölmargt um að vera að þessu sinni.

Föstudaginn 3. ágúst kl. 20.30 verður hátíðin sett en kynnir verður Skúli Gautason. Eftir það taka við fjölmörg skemmtiatriði og meðal annars munu Gulli og Halla syngja lög úr söngleiknum Abbababb. Ljótu hálfvitarnir koma í kjölfarið kl. 21.40 og Tortímandinn tekur við eftir það. Á slaginu kl. 23 endar hin geysivinsæla hljómsveit Sprengjuhöllin dagskrána þetta fyrsta kvöld.

Laugardagur

Dagskráin á Ráðhústorgi hefst kl. 14.30 daginn eftir en þá munu Búri og Bína tralla og tjútta fyrir krakkana. Eftir það mun til að mynda sjálfur Páll Óskar skemmta gestum og gangandi og Sniglabandið galsafengna tryllir síðan lýðinn á milli kl. 16 og 16.30.

Kl. 17.30 sýnir Leikfélagið Sýnir leikritið Vakandi mannsdraumur, sem fjallar um álfa og tröll og aðrar furðuverur. Leikritið fer fram á Hamarkotstúni og er fyrir alla fjölskylduna. Það tekur um 40 mínútur í flutningi og er aðgangur ókeypis.

Orri trúður skemmtir kl. 20.35 á torginu, þegar skemmtidagskráin hefst um kvöldið. Í kjölfarið fylgir Magnús "Prins Póló" Ólafsson. Þá taka við Helgi og hljóðfæraleikararnir kl. 21.25 og svo sjálfir Stuðmenn.

Björgvin Halldórsson syngur með hljómsveitinni Von kl. 22.25 en svo taka Mc Gauti og Siggi Bahama við og ljúka kvöldinu.

Sunnudagur

Bjössi bolla mætir til leiks á torginu kl. 14.35 á sunnudeginum og skemmtir börnunum. Þá flytur Tortímandinn ævintýri í tónum fyrir börn og kl. 15.20 verður verðlaunaafhending í "Singstar". Jógvan, sigurvegari í X-Factor, syngur svo á torginu kl. 15.40.

Kl. 19.45 fara fram grillhátíðir í hverfum bæjarins við Bónus, Hagkaup og 10-11 í Kaupangi en um kl. 20.25 verður haldið í skrúðgöngur á Akureyrarvöll sem koma á áfangastað um 20 mínútum síðar.

Kl. 21 hefst lokahátíðin á Akureyrarvelli. Hátíðin hefst með Barnagamni Leikfélagsins Sýna en eftir það syngja Sigga Beinteins og María Björk fyrir krakkana. Afrika Lole tekur við eftir það og kl. 22 verður dregið í happdrætti, en allir þátttakendur í skrúðgöngunum fá miða að kostnaðarlausu.

Tina Turner fær hyllingu skömmu eftir happdrættið þegar mörg hennar frægustu lög verða leikin. Svo taka Helena Eyjólfsdóttir og hljómsveitin Hvítir mávar við og halda uppi ósvikinni Sjallastemmingu.

Kl. 22.50 verður brekku- og stúkusöngur undir stjórn Skúla Gautasonar, kynnis á hátíðinni, og kl. 23.30 verður hátíðinni slitið með flugeldasýningu björgunarsveitarinnar Súlna.

Annað á boðstólum

Fyrir utan skipulagða dagskrá munu fara fram leikjanámskeið fyrir börn á laugardegi og sunnudegi. Gallerí Ról býður upp á smíðar, föndur og Skralla trúð á sunnudegi. Danskennsla verður í boði alla daga og ratleikur verður á Hamarkotstúni á sunnudeginum. Singstar-söngkeppnin fer fram á laugardegi, en leikir, léttmeti og biblíusögur verða á boðstólum fyrir 5-10 ára krakka í Glerárkirkju. Í göngugötunni fer jafnframt fram hraðskákmót á laugardeginum.

Tívolí UK verður í hjarta miðbæjarins alla daga auk þess sem Listasumar verður með fjölbreytta dagskrá. Skemmtisiglingar með Húna II fara fram á laugardag og sunnudag, Íslandsmeistaramót í Motocross á laugardag og Heimsmeistaramót í torfæru á mótorkrosshjólum á sunnudag.

Í hnotskurn
» Ein með öllu er fjölskylduhátíð sem haldin verður á Akureyri um verslunarmannahelgina.
» Á torginu í miðbænum hefur jafnan verið boðið upp á dagskrá fyrir unga jafnt sem aldna, og er engin breyting þar á í ár.
» Trúðar, leikhópar og söngvarar skemmta börnunum og bjóða upp á námskeið meðan á hátíðinni stendur en ýmsar hljómsveitir skemmta eldri kynslóðinni á kvöldin.