Lýður Guðmundsson
Lýður Guðmundsson
EXISTA fer nú með 19,93% af heildarhlutafé finnska tryggingafélagsins Sampo. Frá þessu var greint í tilkynningu til OMX á Íslandi í gær.
EXISTA fer nú með 19,93% af heildarhlutafé finnska tryggingafélagsins Sampo. Frá þessu var greint í tilkynningu til OMX á Íslandi í gær. Í tilkynningunni segir að Exista og samstæðufélög hafi í gær nýtt réttindi samkvæmt afleiðusamningum sem áður höfðu verið tilkynntir og farið yfir 15% flöggunarmörk. Nemi hlutur félagsins nú 15,58% í Sampo og dótturfélagið Exista Trading hafi gert sambærilega samninga sem gefi því tilkall til 4,35% hlutafjár til viðbótar.

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir Sampo vera kjölfestueign Exista til langs tíma. Því sé það rökrétt að félagið auki hlut sinn í Sampo og undirstriki þannig enn frekar trú Exista á félaginu.