— Reuters
Þessi ferfætlingur var glaður yfir að finna gosbrunn í miðborg Búdapest, en heilbrigðisyfirvöld sögðu nýlega frá því að þau gerðu ráð fyrir því að um 500 manns hefðu látið lífið þar í landi vegna hitanna í síðustu viku einni saman.
Þessi ferfætlingur var glaður yfir að finna gosbrunn í miðborg Búdapest, en heilbrigðisyfirvöld sögðu nýlega frá því að þau gerðu ráð fyrir því að um 500 manns hefðu látið lífið þar í landi vegna hitanna í síðustu viku einni saman. Á þriðjudag náði hitinn tæplega 42 gráðum í suðurhluta landsins.

Í allri Suðaustur-Evrópu hefur verið kæfandi hiti í nánast allt sumar og á Ítalíu, í Grikklandi, Serbíu og Makedóníu hafa skógareldar geisað.