Maður féll í Laxárgljúfur í Hrunamannahreppi í gærkvöldi, en óvíst var um afdrif hans þegar Morgunblaðið fór í prentun.
Maður féll í Laxárgljúfur í Hrunamannahreppi í gærkvöldi, en óvíst var um afdrif hans þegar Morgunblaðið fór í prentun.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og allt tiltækt björgunarlið var kallað út, en gljúfrið er um 50 metra djúpt þar sem slysið varð og erfitt að komast að manninum.