Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Grétar Sigfinnur Sigurðarson
"Við vorum hvergi smeykir fyrir þennan leik, frekar tilhlökkun að þurfa fara í erfiðan leik og ég tel að við höfum staðist prófið," sagði Grétar S. Sigurðarson, fyrirliði Víkinga, eftir sigurleikinn gegn Fram í gærkvöldi.
"Við vorum hvergi smeykir fyrir þennan leik, frekar tilhlökkun að þurfa fara í erfiðan leik og ég tel að við höfum staðist prófið," sagði Grétar S. Sigurðarson, fyrirliði Víkinga, eftir sigurleikinn gegn Fram í gærkvöldi. Honum tókst ásamt félögum sínum í vörninni að halda aftur af sóknarmönnum Fram fyrir hlé en stóð í frekar ströngu í síðari hálfleik. "Ég er sáttur við baráttuleik, sérstaklega seinni hálfleik en samt ósáttur við að skora ekki fleiri mörk í fyrri hálfleik og vinna stærra. Það var svo klaufalegt að fá á sig þetta mark en slíkt hefur gerst í öllum leikjum okkar í sumar. Það verður smátaugaveiklun í okkur þegar við ætlum að halda okkar hlut en þeir fá engin færi að ráði."

Víkingar hafa beðið lengi eftir sigri, unnu síðast í deildinni 28. maí þegar þeir sigruðu KR í Vesturbænum. Víkingar bíða líka eftir að fá varnarjaxlinn Höskuld Eiríksson til baka frá Víkingum í Stafangri. Hann var mættur á völlinn í gær og horfði á félaga sína því leikheimild hans hafði ekki borist í tæka tíð. Höskuldur reiknar þó með að vera í næsta leik gegn Fylki.