Coldplay Farnir til Spánar.
Coldplay Farnir til Spánar.
FÉLAGARNIR í Coldplay eru farnir til Spánar til að taka upp nýjustu skífu sína eftir að tímabil í hljóðveri í London olli vonbrigðum.
FÉLAGARNIR í Coldplay eru farnir til Spánar til að taka upp nýjustu skífu sína eftir að tímabil í hljóðveri í London olli vonbrigðum.

Chris Martin, Johnny Buckland, Guy Berryman og Will Champion hafa verið í næstum því ár í London að fylgja eftir seinustu plötu, X+Y , en eru ekki ánægðir með útkomuna.

"Þegar þú setur sex viljasterka menn í lítið herbergi í tíu mánuði, þar sem þeir gera eitthvað 10 til 12 tíma á dag sem skiptir þá miklu máli, eru árekstrar óhjákvæmilegir," sagði einn sem starfar með bandinu.

Chris Martin ákvað að hljómsveitin skyldi halda til Spánar til að fá innblástur úr litskrúðugri sögu landsins og menningu.

"Við munum taka upp í Barcelona, förum frá kirkju til kirkju og tökum upp þar sem við getum," sagði heimildarmaðurinn.

Coldplay hefur einnig kallað til hinn hæfileikaríka upptökustjóra Brian Eno til að hjálpa þeim að finna tóninn aftur. "Brian skrifaði upp lista með öllum 25 lögunum sem við höfum verið að vinna að. Við sögðum honum frá hverju og einu lagi en þessi fundur var óvægin gagnrýni á alla vinnu okkar við plötuna hingað til. Lítið af lögunum fékk hrós." Platan á að koma út snemma á næsta ári.