Sleggjan David Rasche lék hinn óborganlega ofbeldis elskandi Sledge Hammer snilldarlega.
Sleggjan David Rasche lék hinn óborganlega ofbeldis elskandi Sledge Hammer snilldarlega.
LJÓSVAKI er sjálfur þeirrar kynslóðar sem ólst upp við fremur takmarkað úrval sjónvarpsstöðva, fyrst eingöngu Ríkissjónvarpið og síðar Stöð 2.
LJÓSVAKI er sjálfur þeirrar kynslóðar sem ólst upp við fremur takmarkað úrval sjónvarpsstöðva, fyrst eingöngu Ríkissjónvarpið og síðar Stöð 2. Samverustundum fjölskyldunnar var gjarnan eytt fyrir framan "imbann" og því eru ljósvaka mjög minnisstæð stef úr gömlum sjónvarpsþáttum eða jafnvel kynningarstef frá löngu gleymdum erlendum sjónvarpsstöðvum. Hér koma strax upp í hugann byrjunarstef Thames-sjónvarpsstöðvarinnar sem kom ávallt á undan einum uppáhalds sjónvarpsþætti ljósvaka, George and Mildred.

Ekki síður minnisstætt er stefið frá sjónvarpsþættinum Tales of the Unexpected þar sem eldur flöktir, tarot-spil snúast og örlög manna ráðast. Miðlar eins og www.youtube.com eru gósenland fyrir fortíðarþrána því þar er hægt að komast yfir stutt myndskeið frá flestum þeim sjónvarpsþáttum sem horft var á vikulega í æsku – ef aðeins tekst að grafa nógu djúpt í minninu. Þannig tókst ljósvaka að grafa upp myndskeið frá einum fyndnasta sjónvarpsþætti sem hann man eftir, Sledge Hammer, sem fjallar um vonlausa, karlrembulega og ofbeldishneigða leynilögreglumanninn með sama nafni. Ljósvaka að óvörum, en til ánægju, uppgötvaði hann að Sledge Hammer á sér aðdáendasíðu sem er virkilega skemmtileg til upprifjunar. http://www.phrank.com/sh/. Þættirnir náðu miklum vinsældum á níunda áratugnum og eru í dag sígildir.

Ingvar Örn Ingvarsson