[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
GSÍ, Golfsamband Íslands , og Kaupþing standa fyrir "krakkagolfi" á Íslandsmótinu í golfi á laugardeginum þar sem ungir kylfingar geta slegið golfbolta og farið í ýmsar þrautir undir stjórn kennara og leiðbeinenda.
GSÍ, Golfsamband Íslands , og Kaupþing standa fyrir "krakkagolfi" á Íslandsmótinu í golfi á laugardeginum þar sem ungir kylfingar geta slegið golfbolta og farið í ýmsar þrautir undir stjórn kennara og leiðbeinenda. Krakkagolfið fer fram á æfingasvæði Hvaleyrarvallar og stendur það yfir frá kl. 13–15.

Það eru ekki aðeins ungir kylfingar sem fá tækifæri til þess að spreyta sig á æfingasvæði Keilismanna á meðan Íslandsmótið fer fram. Á sunnudag verður boðið upp á golfþrautir fyrir gesti á milli kl. 13 og 15.

Hvaleyrarvöllur er 5.904 metra langur af öftustu teigum, þeim hvítu, en þaðan slá kylfingar í karlaflokki á Íslandsmótinu. Konurnar leika af bláum teigum en völlurinn er 5.255 metrar að lengd af bláum. Til samanburðar er Grafarholtsvöllur 6.026 metrar af hvítum og 5.052 metrar af bláum.

Gestir á Íslandsmótinu í höggleik geta prófað ýmsar golfvörur á laugardag og sunnudag á Hvaleyrarvelli . Þar geta kylfingar prófað það nýjasta og "heitasta" á markaðinum í dag.

Úlfar Jónsson úr GKG og Björgvin Þorsteinsson úr GV eru sigursælustu kylfingarnir sem taka þátt á Íslandsmótinu í ár. Báðir státa þeir af 6 Íslandsmeistaratitlum. Úlfar kom verulega á óvart í fyrra á Urriðavelli er hann varð annar á eftir Sigmundi Einari Mássyni úr GKG . Úlfar sigraði síðast árið 1992 og Björgvin árið 1977. Úlfar var félagi í Keili þegar hann varð meistari og þekkir því völlinn vel.

Í kvennaflokki er Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR með flesta Íslandsmeistaratitla en aðeins þrír kylfingar í kvennaflokki hafa sigrað á Íslandsmótinu. Ragnhildur sigraði fyrst árið 1985 og í fjórða sinn árið 2005. Helena Árnadóttir úr GR sigraði í fyrra og Þórdís Geirsdóttir úr GK varð Íslandsmeistari árið 1987. Karen Sævarsdóttir á flesta titla í kvennaflokki en hún var ósigrandi á árunum 1989–1996.

Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Urriðavelli 25.–26. ágúst en þar hafa Örn Ævar Hjartarson úr GS og Anna Lísa Jóhannsdóttir GR titla að verja. Næst síðasta stigamótið fer fram í Vestmannaeyjum 7.–9 sept. og lokamótið fer fram á Grafarholtsvelli 22.–23. september.